2014:
Fram er komið nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Til stendur að afnema ábyrgðir félagsmanna af fjárskuldbindingum veiðifélaga.
2013:
Fram er komið frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Til stendur að auka sjálfstæði deilda innan veiðifélaga, þannig að þær geti tekið yfir nær öll verkefni veiðifélaga. Ekki verður annað séð en þetta sé gert til að reyna að réttlæta starfsemi deilda sem hafa farið langt út fyrir það sem gildandi lög leyfa.
Upphaf þessa frumvarps má rekja til sakfellingar á veiðiréttarhöfum sem hlutu dóm fyrir veiðar á eigin landareign og voru jafnframt svipt veiðirétti til tíu ára.
Um veiðifélög og deildir Lög, reglur og álitsgerðir Veiðiréttarhafar sakfelldir