Í þessu líka blíðskapar veðri var lagt af stað í árlegan könnunarleiðangur í Tungufljót fyrir landi Bergstaða. Að vanda var áin ísköld en einstaklega tær. Helst bar fyrir augu sóðaskap eftir golfara en golfkúlur eru niður eftir allri á. Í stuttu máli þá sást ein bleikja á einum helsta laxveiðistaðnum annars var engan fisk að finna.
2.8.2012
Author Archive
Ein bleikja í Tungufljóti
Enginn fiskur í Tungufljóti.
Síðustu 10 árin hefur reglulegað verið kafað niður Tungufljótið fyrir landi Bergstaða í þeim tilgangi meðal annars að kanna með hvort það sé kominn fiskur og hvar hann heldur sig. Fyrstu árin var hægt að ganga að bleikjunni vísri á sínum stöðum en það breyttist efti að laxinum var sturtað í ánna. Í vikunni var kafað niður ánna, skyggni var gott og helstu veiðistaðir skoðaðir sérstaklega, því miður var áin líflaus auðn – ekki einn einasti fiskur. Á þeim stöðum þar sem bleikjan hefur haldið sig var ekkert að sjá.
Dómur í máli S-521/2010
Fallið hefur dómur í máli S-521/2010.
Ár 2011, föstudaginn 10.júní, er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er að Austurvegi 4, Selfossi, kveðinn upp í máli nr. S-521/2010:
Ákæruvaldið (ÓLafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri)
gegn
Ólafi J. Bjarnasyni og Ásu Einarsdóttur
(Arnar Þór Jónsson hrl.)
Svofelldur dómur:
Mál þetta, sem þingfest var þann 9. desember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Selfossi dagsettri 3. nóvember 2010 á hendur Ólafi J. Bjarnasyni, og Ásu Einarsdóttur
Hægt er að nálgast dóm Héraðsdóms Suðurlands 10.06.11 í heild sinni hér – Dómur Héraðsdóms Suðurlands 10.06.11 (pdf 8MB) eða undir flokknum Greinar.
Fundargerð VÁ 2011 með viðhengi
Fundargerð VÁ frá 28.04.2011 er komin inn á Fundargerðir, sem og viðhengi við fundargerð, þar sem ekki var sett inn í fundargerð það sem Gunnar Briem ræddi um lagaramma stofnana veiðideilda og fleira. Viðhengið má finna hér
Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands
Nýr veiðivörður
Oddviti Bláskógabyggðar Drífa kynnti fyrir Ólafi J. nýjan veiðivörð – nafn hans er Heimir Davíðsson – símanúmer nýja veiðivarðarins er 8615410, hann keyrir á Dodge Ramcharger Double Cab bifreið. Gott er að hafa númerið hans til að tilkynna veiðþjófnað í landi Bergstaða en samkvæmt veiðilögum er aðeins um veiðiþjófnað að ræða, þegar veitt er í óleyfi í eða fyrir landi annars manns.
Veiðimenn í Tungufljóti athugið:

getið. Útgefin kort frá Lax-á hafa ekki verið útbúin með leyfi landeigenda. Vinsamlega virðið þessi tilmæli svo komist verði hjá óþægindum.
Published maps by Lax-á do not indicate these restrictions and the maps haven´t been made with the approval and consent of landowners.
Please respect this message in order avoid problems.
Fyrstu fiskarnir komnir á land
Fyrsti fiskurinn kom úr Tungufljótinu á sunnudag (27.06.10), en veiði hófst á Bergstöðum þann sama dag. Ekkert var farið í ánna fyrir hádegi en seinnipartinn var farið niður á neðri staðinn og prófað að renna fyrir. Ekki var að sjá neitt líf – engin stökk eða veltingur. Dregnir voru þrír fiskar á land fyrst 5 kg hrygna, svo 2 kg bleikja og að lokum 1,5 kg laxatittur. Veðrið var stillt og gott og mikið fuglalíf núna við ánna. Á myndinni er undirritaður ásamt Lolla – en myndin er tekin fyrir nokkrum árum eftir frækna veiðiferð í Tungufljótið. GTO.
Veiðidagar
Viðbót við síðuna, Veiðidagar, allt varðandi veiði í Tungufljóti fyrir landi Bergstaða.