Lolli og Gummi 1975

Stoltir frændur með flottann feng.

Fyrsti fiskurinn kom úr Tungufljótinu á sunnudag (27.06.10), en veiði hófst á Bergstöðum þann sama dag. Ekkert var farið í ánna fyrir hádegi en seinnipartinn var farið niður á neðri staðinn og  prófað að renna fyrir. Ekki var að sjá neitt líf – engin stökk eða veltingur. Dregnir voru þrír fiskar á land fyrst 5 kg hrygna, svo 2 kg bleikja og að lokum 1,5 kg laxatittur. Veðrið var stillt og gott og mikið fuglalíf núna við ánna. Á myndinni er undirritaður ásamt Lolla – en myndin er tekin fyrir nokkrum árum eftir frækna veiðiferð í Tungufljótið.  GTO.