Veiði

Ein bleikja í Tungufljóti

Tungufljót á góðum degi

Í þessu líka blíðskapar veðri var lagt af stað í árlegan könnunarleiðangur í Tungufljót fyrir landi Bergstaða. Að vanda var áin ísköld en einstaklega tær. Helst bar fyrir augu sóðaskap eftir golfara en golfkúlur eru niður eftir allri á. Í stuttu máli þá sást ein bleikja á einum helsta laxveiðistaðnum annars var engan fisk að finna.
2.8.2012


Enginn fiskur í Tungufljóti.

Litið yfir Tungufljótið

Litið yfir Tungufljótið

Síðustu 10 árin hefur reglulegað verið kafað niður Tungufljótið fyrir landi Bergstaða í þeim tilgangi meðal annars að kanna með hvort það sé kominn fiskur og hvar hann heldur sig. Fyrstu árin var hægt að ganga að bleikjunni vísri á sínum stöðum en það breyttist efti að laxinum var sturtað í ánna. Í vikunni var kafað niður ánna, skyggni var gott og helstu veiðistaðir skoðaðir sérstaklega, því miður var áin líflaus auðn – ekki einn einasti fiskur. Á þeim stöðum þar sem bleikjan hefur haldið sig var ekkert að sjá.


Veiðimenn í Tungufljóti athugið:

Öll veiði í Tungufljóti fyrir landi  Bergstaða er  óheimil öðrum en landeigendum.   Á nýjum veiðikortum Lax-á ehf er þessa ekki
getið.  Útgefin kort frá Lax-á hafa ekki verið útbúin með leyfi landeigenda.  Vinsamlega virðið þessi tilmæli svo komist verði hjá óþægindum.

All angling in Tungufljot river within the property of Bergstadir is prohibited to others than landowners.
Published maps by Lax-á do not indicate these restrictions and the maps haven´t been made with the approval and consent of landowners.
Please respect this message in order avoid problems.

Fyrstu fiskarnir komnir á land

Lolli og Gummi 1975

Stoltir frændur með flottann feng.

Fyrsti fiskurinn kom úr Tungufljótinu á sunnudag (27.06.10), en veiði hófst á Bergstöðum þann sama dag. Ekkert var farið í ánna fyrir hádegi en seinnipartinn var farið niður á neðri staðinn og  prófað að renna fyrir. Ekki var að sjá neitt líf – engin stökk eða veltingur. Dregnir voru þrír fiskar á land fyrst 5 kg hrygna, svo 2 kg bleikja og að lokum 1,5 kg laxatittur. Veðrið var stillt og gott og mikið fuglalíf núna við ánna. Á myndinni er undirritaður ásamt Lolla – en myndin er tekin fyrir nokkrum árum eftir frækna veiðiferð í Tungufljótið.  GTO.


Veiðidagar

Fjölbreytt veiði

Fagur fiskur úr Tungufljóti

Viðbót við síðuna, Veiðidagar, allt varðandi veiði í Tungufljóti fyrir landi Bergstaða.

Veiði hefst sun. 27.06.10
Í skjalinu er að finna skiptingu á veiði í Tungufljóti fyrir landi Bergstaða.  Munið að mikilvægt er að mæla og skrá allan afla.
Um helgar eru þrír eignahlutar með eina stöng hver  að veiða á þremur stöðum Á virkum dögum eru tveir eignarhlutar að veiða á hverjum tíma sá sem er á svæði 1 er með eina stöng, sá sem er á svæði tvö hefur tvær stangir og veiðir á veiðistað nr. 2 og 3.
Ekki er hægt að framselja veiði  til utanaðkomandi, einhver frá eignaraðila verður að vera á staðnum þegar veitt er.
Vinsamlega athugið að skiptingin getur breyst og kynnið ykkur því reglulega veiðiskiptinguna í skjalinu góða

Copyright © 1996-2010 Tungufljót. All rights reserved.