Litið yfir Tungufljótið

Litið yfir Tungufljótið

Síðustu 10 árin hefur reglulegað verið kafað niður Tungufljótið fyrir landi Bergstaða í þeim tilgangi meðal annars að kanna með hvort það sé kominn fiskur og hvar hann heldur sig. Fyrstu árin var hægt að ganga að bleikjunni vísri á sínum stöðum en það breyttist efti að laxinum var sturtað í ánna. Í vikunni var kafað niður ánna, skyggni var gott og helstu veiðistaðir skoðaðir sérstaklega, því miður var áin líflaus auðn – ekki einn einasti fiskur. Á þeim stöðum þar sem bleikjan hefur haldið sig var ekkert að sjá.