Núverandi eigendur Bergstaða keyptu jörðina 1967.  Fimm vinir keyptu Bergstaði í þeim tilgangi að hafa þar hesta, rækta skóg og njóta þeirra gæða sem þar er að finna.  Frá upphafi var veitt bæði í Tungufljóti og Hvítá. Veiðimöguleikinn er verðmæt gæði sem hafa verið nýtt frá upphafi. Möguleikinn á að skreppa niður í á og veiða eitthvað gott á grillið með vinunum, börnunum eða með afa og ömmu eru gæði sem við sem dveljum á Bergstöðum erum ekki til í að fórna.
Tungufljótið er auðlind sem hægt er að virkja, með ýmsum hætti og með mismikilli sátt hlutaðaeigandi.