Það var stuttu eftir 2000 sem við heyrðum að koman væru fram hugmyndir um að endurtaka „lax í Tungufljót tilraunina“ . Svo var kynntur samningur sem ekkert var varið í. Samningurinn var langur eða til 15 ára, samningurinn þýddi breytta landnotkun svæða meðfram Tungufljóti, kvaðir vegna veiðihúsabygginga, átroðning utankomandi veiðimanna og það sem mikilvægast er að gæðin sem nýtt hafa verið til langs tíma voru tekin burt. Arðgreiðslur vegna þessa samnings til Bergstaða voru um 2000 kr á ári. Þessi samningur ásamt því hvernig reynt var að innlima jarðirnar neðan Faxa inn í veiðifélagið ofan Faxa varð til þess að lítið traust er til staðar.