Seiðasleppitjörn í Tungufjóti

Seiðasleppitjörn í Tungufjóti

Rannsóknir allt til baka til stríðsáranna haf sýnt að vatnasvið Tungufljóts ofan Faxa er ekki talið ríkt af fiski eða heppilegt til fiskiræktar. Áin er köld og hrygningaskilyrði ekki heppileg. Þó var gerður laxastigi í Faxa um 1967 sem ekki bar mikinn árangur.    Laxaslepping hófst í Tungufljót um 2000 og hefur sú aðgerð breytt lífríki árinnar. Um málið hefur staðið styrr um hríð.

Án nokkurs mats á aðstæðum, lífríkinu sem hefur verið til staðar, vistkerfinu og þeirra  áhrifa sem þær gríðarlegu seiðasleppingar sem farið hafa fram gætu haft, hafa seiðasleppingar átt sér stað í Tungufljóti nú í 10 ár. Sem dæmi um áhrif þessara gríðarlegu seiðasleppinga þá hefur náttúrulegur silungur og urriði í Tungufljóti líklegast alveg hopað eftir að seiðasleppingar og risaárgangar af laxi mættu á svæðið. Ræktaði fiskurinn gengur upp eftir vatnakerfi Ölfusár- Hvítár með tilheyrandi ógn við náttúrulega stofna í öllu vatnakerfinu.