Eins og fyrr segir er fljótið auðlind, það er svosem hægt að tala um fasteign líka. Það er fullur skilningur eiganda Bergstaða á að hlutaðeigandi við vilji nýta og taka arð af ánni ef mögulegt er. Það er bara ekki sama hvernig svona sameiginleg auðlind er nýtt, valkostir eru nokkrir samanber; veiði, virkjun og siglingar. Það verður að taka það fram að sá samningur sem stjórn deildarinnar hefur gert við lax-á virðist vera einstaklega lélegur samningur þar sem ekkert virðist hafa verið gert til að fá fram markaðsverð fyrir veiðileyfasöluna. Ræktun er hluti af samningnum og er dregið í efa að stjórn Tungufljótsdeildarinnar hafi þekkingu eða kynnt sér raunkostnað við seiðaræktun áður en sá þáttu samingsins var metinn. Semsagt þá eru upp öll merki um að hægt væri að fá mun meira fyrir samninginn ef rétt hafi verið staðið að málum. Hér er lítið dæmi sem útskýrir hvert arðurinn fer. Dæmi: Nú vilja eigendur Bergstaða kaupa 3 stangir fyrir landi Bergstaða í júli og gefum okkur að stöngin kosti 50 þúsund. Veiðileyfin kosta þá 3X31 dagurX 50.000 kr = 4.650.000 Áðurnefndur samningur skilar Bergstöðum 400.000 kr árið 2010 sem nb er arðurinn (8,6 % mv einn mánuð). Mismunurinn er krónur 4.2 milljónir sem veiðileyfasalinn tekur og að einhverju leyti gengur uppí kostnað. En svo á eftir að reikna ágúst, september og framlenginuna í október, stangirnar á hinum bakkanum og svæðunum fyrir ofan og neðan.