Tungufljót að kveldi

Tungufljót

Tungufljót (Árnessýslu) upplýsingar fengnar úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu sem og öðrum rituðum heimildum.

Tungufljót er lindá í Biskupstungum sem kemur ofan af Haukadalsheiði. Verður hún til úr mörgum litlum lindám en seinnipart sumars getur hún verið jökullituð af vatni úr Sandvatni.

Tungufljót telst ein af þverám Hvítár í Árnessýslu. Vatnasvið Hvítár tels vera um 6100 km2 og nær inn á Miðhálendi bæði til Langjökuls og Hofsjökuls. Frá Ölfusárósi inn á Kjöl er um 180 km.

Vatnasvið Tungufljóts er um 720 km2. Lengd Tungufljóts frá Tunguey að rótum Langjökuls við Hagavatni er um 54 km. Samkvæmt vatnamælingum er meðalrennsli í fossinum Faxa um 43 m3 / sek. Vatnsbakki Tungufljót fyrir landi Bergstaða er tæpleg 2,3 km. Vatnsbakki Hvítár fyrir landi Bergstaða er svipaður að lengd.

Rannsóknir allt til baka til stríðsáranna haf sýnt að vatnasvið Tungufljóts ofan Faxa er ekki talið ríkt af fiski eða heppilegt til fiskiræktar. Áin er köld og hrygningaskilyrði ekki heppileg. Þó var gerður laxastigi í Faxa um 1967 sem ekki bar mikinn árangur.    Laxaslepping hófst í Tungufljót um 2000 og hefur sú aðgerð breytt lífríki árinnar. Um málið hefur staðið styrr um hríð.

Á ánni eru þrjár brýr, sú elsta rétt fyrir ofan fossinn Faxa en hin yngri mun ofar, eða við bæinn Brú. Yfir hana fer vegurinn milli Geysis og Gullfoss. Nýjasta brúin var opnuð 1991 er rétt ofan við Reykholt í landi Fells og Króks. Hún stytti vegalendir fyrir Bræðratunguhverfið í næsta þéttbýliskjarna, Reykholt, um 17 kílómetra. Í framhaldi af nýjustu Tungufljótsbrúnni er verið að byggja brú yfir Hvítá yfir í Hrunamannahrepp en því verki skal lokið haustið 2010. Tungufljót rennur í Hvítá fyrir neðan bæinn Bræðratungu.